Á Zodiac bátunum (RIB gúmmibátar) komumst við yfir stórt svæði á Jökulsárlón og komust nær ísjökunum en við getum á hjólabátunum. Við förum nánast alla leið upp að Jöklinum ef aðstæður leyfa( Eins nálægt og öruggt er). Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund, mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla.

Sérstakt tilboð er í gangi með ferðagjöf stjórnvalda, frekari upplýsingar um tilboðið má sjá hér

Við bjóðum upp á skemmtilegar bátsferðir um Jökulsárlón á einum af fjórum hjólabátunum okkar. Meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt á milli risavaxinna ísjaka í fallegu landslagi, Hjólabáturinn er tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur, gætuð þið séð seli.

Sérstakt tilboð er í gangi með ferðagjöf stjórnvalda, frekari upplýsingar um tilboðið má sjá hér

TÍMAÁÆTLUN

HJÓLABÁTAFERÐIR

Við förum um 40 ferðir á dag yfir háannatímann ( 1. Júlí – 31. Ágúst) Fyrir utan háannatíman eru ferðir þó frekar tíðar.  Athugið að síðasta hjólabáta brottförin er yfirleitt um einni klukkustund fyrir lokun.

Kíkið á bókunarsíðuna okkar til að skoða framboðið.

ATH  stundum eru farnar fleiri ferðir en þær sem eru í boði á netinu

ZODIAC FERÐIR

Fyrir utan þær dagsetningar sem eru hér að ofan, er mögulegt að við getum farið í Zodac ferðir ef aðstæður leyfa. Við reynum að sigla á Zodiac frá miðjum Maí og út Október ef aðstæður leyfa.

Framboð má sjá á bókunarsíðunni okkar

Það er mjög takmarkað framboð af sætum í Zodiac ferðunum, við mælum því eindregið með því að bóka fyrirfram

Júní – Ágúst

9:00 – 19:00

Apr – Maí & Sep – Nóv

10:00 – 17:00
Við reynum að vera allveg til 15. Nóvember ef aðstæður leyfa